eng
competition

Text Practice Mode

Ísland farsælda frón

created Mar 6th 2015, 09:50 by


0


Rating

255 words
8 completed
00:00
Ísland, farsælda frón og hagsælda hrímhvíta móðir,
hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best?
Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt langt fram á horfinni öld.
 
Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.
Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðis hetjurnar góðu
austan um hyldýpis haf hingað í sælunnar reit.
 
Reistu sér byggðir og í blómguðu dalanna skauti,
ukust íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt.
Hátt á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almennagjá, alþingið feðranna stóð.
 
Þar stóð hann Þorgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði.
Þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll.
Þá riðu hetjur um héruð, og skrautbúin skip fyrir landi
flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim.
 
Það er svo bágt standa í stað, og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.
Hvað er þá orðið okkar starf í sex hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?
 
Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart.
En á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþing er horfið á braut.
 
er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á Lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár, börnum og hröfnum leik.
Ó, þér unglinga fjöld og Íslands fullorðnu synir,
svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá.
 

saving score / loading statistics ...